Búdda

Í samfélagsfræði var ég að læra um Búddatrú. Ég las bækur og horfði á myndbönd á youtube, síðan fór ég í tölvur og gerði ritgerð um Búdda sem átti að vera 800-1000 orð. Ég var sirka 2 og hálfa viku að þessu.

Ég lærði heilmikið í þessari ritgerð hvernig að stundaði þennan meinlætalifnað og áttfalda stíginn, en það sem mér þótti mkilvægast og áhugaverðast var ævi hans. 

Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt, ekki of erfitt og ekki of létt bara passlegt.

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt.


Spörfuglar

Í náttúrufræði var ég að gera verkefni um spörfugla. Ég vann verkefnið í tölvum í powerpoint. Það sem ég lærði af þessu verkefni var að leyta upplýsinga í tölvum og lærði ég líka um spörfuglanna sjálfa. Þetta verkefni var mjög skemmtilegt en samt smá flókið.

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt


jóhanna af örk

í samfélagsfræði var ég að læra um Jóhönnu af Örk. Hún var 12 ára út í haga þegar að kom engill að henni og sagði henni að fara bjarga prinsi, þegar hún varð 17 ára fó hún og gerði þetta sem engillinn sagði henni. Ég byrjaði á því að lesa í bókinni Jóhanna af Örk og fór síðan í tölvur að skrifa um hana. mér fannst þetta skemmtilegt verkefni.

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt.


Egill Skallagrímsson

Í þessu verkefni var ég að fræðast um Egil Skallagrímsson. Í hverjum tíma lásum við Eglu (sem var bókin um hann) tvo kafla á dag þanga til að bókin var kláruð. það voru nítján kaflar í bókinni. Þegar við vorum búin með hana (bókina) fórum við í tölvur að svara spurningum sem kennarinn hafi gert. Þegar þær kláruðust áttum við að finna myndir sem pössuðu við myndin og þegar það var búið áttum við að blogga um verkefnið og vista á bloggsíðuna. Það var full sem ég vissi ekki um þennan mann, t.d hann hafi verið mjög erfiður þegar hann var ungur og hafði drepið mann í fyrsta sinn 12 vetra og mamma hans hafi verið mjög stolt af honum en pabbi hans var allveg sama.

mér fannst þetta skemmtilegtverkefni.

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt.


Samfélagsfræði

Í samfélagsfræði var ég að gera publisher verfkefni. ÉG var að læra um Norðurlöndin og þurfti ég að velja eitt af þeim og valdi ég þá Danmörk. Ég byrjaði á því að fara í Norðurlandabókina og afla mér upplýsingum um Danmörk og þá skrifaði ég þær á blað en ég máttum ekki skrifa þær beint uppúr bókinni og þurfti ég þá að breyta textanum.Þegar ég var búin að skrifa upplýsingarnar þurfti ég að hreinskrifa þær í publisher.Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni en samt soldið flókið.

 

 

hér getur þú séð verkefnið mitt


Íslenska - frjáls ritun

Ég fékk hugmyndir úr sveitinni minni til að gera söguna sem heitir Sveitin.

Mér gekk vel að skrifa þessa sögu þó hún sé ekki löng en mér gekk ekki vel að gera baksíðuna þar sem ég átti að skrifa um höfundinn og bókina.

Ég var ánægð með ritunarverkefnið mitt sem ég gaf út og ég er ánægð með að ég skyldi ná að klára verkefnið.

Ég hefði villjað að sagan væri aðeins lengri en ég fékk ekki fleiri hugmyndir.

Ég er byrjuð á næstu sögu og hún er um merarnar mínar tvær.


Súlur

Í samfélagsfræði átti ég að velja mér stað á Íslandi sem ég vildi kynna fyrir erlendum  ferðamönnum.

Við hittumst allur bekkurinn á bókasafninu og fórum í okkar hópa og ræddum saman en við áttum að velja sitt hvort verkefnið og skrifa um þá en ég var í hópi með Maríu, Bergdísi og Anítu. 

Ég valdi fjallið Súlur því mér finnst það áhugaverður staður og rosalega fallegur. Ég fór inná vefsíðuna ísland í hnotskurn og fann upplýsingar um fjallið þar. Ég skrifaði upplýsingarnar í word og setti þær svo á Glogster,en glogster er forrit sem við unnum þetta verkefnin í.

Mér gekk vel með mitt verkefni. það var ekkert erfitt að gera það

Ég lærði að Súlu er bæjarfjall Akureyrar og að það tekur 5 til 6 tíma að ganga  upp á fjallið og til baka.

 

Mér gekk mjög vel með verkefnið.Wizard

Hérna getur þú séð verkefnið mitt. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband